143. löggjafarþing — 103. fundur,  6. maí 2014.

fyrirspurn um lekamálið í innanríkisráðuneytinu.

[13:38]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur í sjálfu sér ekki miklu við það að bæta sem hann ræddi á sínum tíma þegar þessi mál voru fyrst til umfjöllunar, eftir að forseti las hér af forsetastóli álit innanríkisráðuneytisins þar sem vísað var til þeirrar lögreglurannsóknar sem stæði yfir og þess vegna væri ráðuneytinu ekki fært að svara Alþingi. Auðvitað hefur Alþingi eftirlitshlutverk og við ætlumst til þess að ráðherrar svari þeim fyrirspurnum sem fyrir þá eru lagðar í samræmi við þingsköp en í ljósi þess að svo háttar til um þetta mál, að það snertir lögreglurannsókn sem nú stendur yfir eins og öllum er kunnugt, féllst forseti á þau sjónarmið sem fram komu í svari innanríkisráðherra.