143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

málefni innflytjenda.

517. mál
[12:45]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa ábendingu. Ég efast ekki um að formaður velferðarnefndar, sem hefur setið hér í gegnum umræðuna, muni hafa þetta í huga meðan nefndin vinnur málið. Niðurstaðan varð að vísa málinu til velferðarnefndar vegna þess að hún hefði meira svigrúm til að sinna því. Það hefði kannski verið nærtækara að vísa málinu til allsherjar- og menntamálanefndar en ég efast ekki um að álit hv. velferðarnefndar verði jafn gott og faglegt og það er gjarnan.