143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:40]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessar aðgerðir eru ekki óþarfar. Þær koma til móts við hóp sem hefur legið utan garðs í aðgerðum fyrrverandi stjórnvalda. Það er búið að vera grafalvarlegt ástand á mörgum heimilum landsins undanfarin ár. Ég veit það vel eftir að hafa umgengist fjölda barna og fleiri í skólakerfi landsins. Þetta hefur sett mark sitt á margar fjölskyldur.

Ég tel að það sé réttlætanlegt að koma til móts við heimilin í dag og hjálpa þeim í þeim vanda sem þau standa frammi fyrir í dag. Auk þess, af því að við erum að ræða hingað og þangað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þá verður að horfa á heildarmynd aðgerðaáætlunarinnar sem er í tíu liðum um skuldavanda heimilanna þar sem er t.d. tekið á málefnum leigjenda.