143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:31]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að þreyta virðulegan forseta með sömu spurningunni og hefur hér verið spurt ítrekað heldur taka tillit til þess að henni hafi verið svarað. Þótt svarið hafi reyndar ekki verið afar ítarlegt skil ég virðulegan forseta þannig að hann hafi ekki séð ástæðu til að hafa samráð við þingflokksformenn.

Gott og vel. Nú hlýtur þó að vera ljóst að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar eru þessu ósammála. Því langar mig að spyrja virðulegan forseta annarrar spurningar, hvort hann taki þetta til greina og muni hafa það til hliðsjónar næst.