144. löggjafarþing — 3. fundur,  11. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:35]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Það er kannski hægt að hefja söfnun, „Björgum Sigmundi“.

Það er svo sem ekkert meira um þetta mál að segja. Mín skoðun á virðisaukaskatti á matvæli liggur alveg fyrir og hún hefur legið fyrir lengi. Ég hef gert grein fyrir henni út á við, í þingflokknum og annars staðar. Ég geri mér miklar vonir um að það náist breytingar á þessu frumvarpi þannig að það sé ásættanlegt fyrir mig og aðra sem hafa komið með athugasemdir. Ég geri mér miklar vonir um það og er raunar sannfærður um að við náum góðri lendingu í þessu máli sem flestir geta sætt sig við þannig að þeir sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu, þeir sem hafa litla peninga, öryrkjar, aldraðir og einstaklingar með lág laun, þurfi ekki að sætta sig við skert kjör.