144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[13:31]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Ég hef gert ráð fyrir því í þeim áætlunum sem við erum með í heilbrigðisráðuneytinu að fjármunir til þessarar vinnu séu fyrir hendi þannig að nefndarstarfið geti gengið fyrir sig eins og Alþingi samþykkti með samþykkt þingsályktunartillögunnar. Ef ég man rétt voru ætlaðar 5 millj. kr. til þessa nefndarstarfs.