144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:15]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir ágætisræðu. Hann fór vítt yfir. Ég hlustaði ekki alveg á ræðu hv. þingmanns en hann kom inn á marga þætti. Ég tel ástæðu til að ítreka að heildaráhrifin í því frumvarpi sem við ræðum hér í allan dag, um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og brottfall laga um vörugjald og breytingu á lögum um tekjuskatt, eru jákvæð fyrir heimilin. Ég taldi rétt að árétta það.

Hv. þm. Helga Hjörvar varð hins vegar tíðrætt um einn einstakan þátt sem er hækkun á matvælum úr 7% í 12%.

Ég vil minna hann á heildaráhrifin og spyrja hann að lokum: Er hv. þingmaður á móti því að afnema vörugjöld?