144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:40]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Nú get ég ekkert sagt um það hvað einstakir þingmenn segja í þessu máli, en mín afstaða er alveg skýr. Komi í ljós, alveg eins og hæstv. fjármálaráðherra hefur bent á, að einhverjir hópar hafi gleymst eða orðið út undan eða að eitthvað þurfi að laga þá er næsta skref að gera tilraun til að laga það. Ég held að það sé ekki nein andstaða við að það yrði bara lagað. Þannig hef ég skilið framsetningu ráðherrans og afstöðu okkar þingmanna.