144. löggjafarþing — 8. fundur,  18. sept. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[14:29]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur. Nú kem ég að svarinu. Ég vil glaður ræða þann fyrirvara sem hefur verið í umræðunni.

Aldrei áður hefur tekjuhlið frumvarpsins komið jafn snemma fram. Það gefur okkur þingmönnum öllum og hv. efnahags- og viðskiptanefnd aukið rými til að fara ofan í kjölinn á mjög flóknu samspili útgjalda og tekna. Ég vil nota tækifærið og hrósa hæstv. fjármálaráðherra fyrir þetta afrek, því að það gefur okkur vissulega tækifæri til að fara ofan í kjölinn á þeim gögnum og upplýsingum sem liggja fyrir.

Meginmarkmiðið í þessu er að kaupmáttur heimilanna aukist og að þetta hafi jákvæð áhrif á vísitölu neysluverðs. Það er grunnurinn að því að kaupmátturinn aukist og ráðstöfunartekjurnar nýtist betur. Við viljum nýta þetta aukna rými til að fara ofan í kjölinn á þessum upplýsingum og tryggja að meginmarkmið frumvarpsins nái fram að ganga. Það er kjarninn í þeim fyrirvara sem við höfum verið að ræða.

Svo mundi ég þiggja svar varðandi Vinnumálastofnun. Þegar atvinnuleysi minnkar, eins og hefur verið raunin, er þá ekki eðlilegt að Vinnumálastofnun dragi saman?