144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

virðisaukaskattur af útleigu rafmagnsbíla.

49. mál
[16:53]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langaði bara að benda á eitt, svona lítinn bónus við orkuskipti, að notkun sérstaklega rafmagnsbíla er ódýrari, hvort sem um kaup eða leigu er að ræða, og ferðamenn nýta sér mjög mikið bílaleigubíla. Það væri gott umtal um Ísland ef ferðamenn almennt segðu þá sögu að þeir hefðu ferðast um þetta fallega land þar sem náttúran væri virt og að þeir hefðu meira að segja fundið rafmagnsbíl sem væri ódýrari en bensínbíll. Það væri mjög góð saga. Ég held að við gætum stært okkur af slíku orðspori. Mig langar bara að koma því í umræðuna hérna fyrst maður hefur nánast engan tíma til að tala.

Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.