144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:26]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnst svolítið skondið að heyra að virkjunarmál heyri ekki undir atvinnuveganefnd. Mér finnst það svolítið skondið. Ég get upplýst þingheim um það að atvinnuveganefnd fór í fyrra á vettvang og skoðaði alla þessa kosti, upp með Þjórsá, þannig að ég mótmæli því að það sé eitthvað meiri þekking um þessi mál í einhverri annarri nefnd en atvinnuveganefnd. Þar að auki er beðið um umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd þannig að það er ekki eins og sú nefnd hafi ekkert um þessi mál að segja.

Ég styð ráðherra í því að hafa þennan gang á. Virkjunarmál eiga hvergi betur heima en undir atvinnuveganefnd.