144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

hafnalög.

5. mál
[12:50]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í umræðu um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, er rétt að leggja á það áherslu að verið var að breyta þeim lögum sem þá voru gerð um hafnir af ríkisstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna gegn öðrum sem sátu hér á þingi á þeim tíma. Það er eiginlega verið að breyta þessu til baka og fara í gamla horfið. Þá vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann telji að það hafi verið mistök af ríkisstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna að breyta lögunum á sínum tíma.