144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

verkefnisstjórn rammaáætlunar.

[11:40]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Fara þarf vel yfir mismunandi lagatúlkanir um hvað þinginu er heimilt að gera. Í lögum um rammaáætlun er tekið fram að þingið taki á endanum ákvörðun um virkjunarkosti að fenginni umsögn og síðan er litið til þess hvað þinginu hefur verið falið af verkefnisstjórninni. Túlka má það á mismunandi vegu væntanlega, og það er það sem nefndin mun standa frammi fyrir núna. Ég tel að allir þeir kostir sem eru hér til umfjöllunar hafi komið til kasta þingsins á hinum ýmsu tímapunktum. Ég tel því sjálfsagt að fara þessa leið, leita umsagnar, og í ljósi þeirra umsagna sem berast taka ákvörðun um það hvernig fara eigi með þessa tillögu.