144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:13]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Herra forseti. Tilurð þessara breytinga er að tryggja áframhaldandi útsendingar gegnum gervihnött til ákveðinna sveitabæja á Íslandi og sjófarenda. Ég held að með þeirri afgreiðslu sem við grípum til að þessu sinni sé undirstrikað enn frekar mikilvægi þess að koma málinu í fastari skorður en við höfum haft á undanförnum árum. Þetta er hluti af fjarskiptum og hluti af viðleitni okkar til að allir neytendur útvarps- og sjónvarpsefnis sitji við sama borð.