144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[23:34]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við gætum kannski aflað meiri tekna. Ég veit ekki hvort þess þarf, ég held að það þurfi bara að forgangsraða öðruvísi.

Mér verður tíðrætt um þessa 80 milljarða sem fara í skuldaniðurfellingu. Ég hefði gjarnan viljað sjá þá fara í innviði og í lækkun skulda. Ég hefði gjarnan viljað sjá vaxtakostnaðinn lækka hjá ríkinu. Ég held að það séu ýmsar aðrar leiðir til að setja hlutina fram svo að þeir séu réttlátari og betur til þess fallnir að þjónusta alla og að mismuna ekki fólki eftir því hvort það á peninga eða ekki. Það er vegur sem við virðumst vera farin að rata, sem er mjög óhugnanlegt, að við séum komin á þann stað.

Ég er svo kvöldsvæf, ég held að ég sé orðin þreytt, ég man ekki hver seinni hluti spurningar hv. þingmanns var. Hún getur þá kannski skerpt á því í næsta andsvari.