144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[23:36]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmaður hafi svarað því ágætlega sem ég spurði um, sem var sem sagt hvernig við ættum að fjármagna heilbrigðismálin, hvort við þyrftum að afla meiri tekna eða skipta því fjármagni sem við þegar höfum öðruvísi. Og eins og hún kom inn á með skuldaniðurfellinguna þá væri svo sannarlega hægt að nota þá peninga öðruvísi.

Mig langar rétt í lokin að dengja einni lítilli spurningu á hv. þingmann og það tengist menntamálum og ungu fólki með miklar neysluskuldir. Telur hv. þingmaður líklegt að það fólk geti borgað há skólagjöld nú þegar á að takmarka aðgang þeirra sem eru 25 ára og eldri til að ná fram (Forseti hringir.) sparnaði í rekstri skólanna? Ég veit að þetta kemur úr allt annarri átt en þetta er líka mikilvægt velferðarmál sem við þurfum að ræða.