144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:44]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka öllum nefndarmönnum kærlega fyrir þá vinnu sem við höfum lagt í þetta fjárlagafrumvarp og ég vil ekki síst þakka minni hlutanum fyrir þolinmæði meðan við vorum í ákveðnum hægagangi af ýmsum orsökum. Þau eiga þakkir skilið fyrir það.

Þetta er annað fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fyrst og fremst er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála og í öðru lagi er verulega lagt í til menntamála og ég er mjög stolt og ánægð með það. Ég vil sjá það að við horfum bjartsýn til framtíðar og það er það sem við erum að gera hér.