144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:24]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. (Gripið fram í: Mundu að þakka stjórnarandstöðunni.) Ég greiði atkvæði með þessari breytingartillögu. Hún er góð og ég verð að segja að ég var mjög hissa að sjá tillögu hæstv. ríkisstjórnar í fjárlagafrumvarpinu um að leggja þennan sjóð niður sem breið sátt hafði verið um að stofna hér með lagasetningu á Alþingi 2012, breið sátt allra flokka leyfi ég mér að segja. Ég var verulega hissa að sjá þessa tillögu en þó auðvitað ekki í fyrsta sinn sem manni finnst tillögur ríkisstjórnarinnar stefna í allt aðra átt en áður hefur verið talað. En það gleður mig mjög að meiri hluti fjárlaganefndar hafi tekið þessa afstöðu og að þetta framlag verði núna varanlegt. Það er þjóðþrifamál því að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir iðnnám í landinu.