144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:23]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Árna Páli Árnasyni varðandi Seðlabankann. Við höfum lýst yfir ákveðnum efasemdum um hvernig meðferð á þeim gjörningi er, höfum m.a. efasemdir um það bæði að færa niður eigið fé og eins að nýta það sem arðgreiðslur. Það er auðvitað svolítið sérstakt að vera búin að taka þetta fyrir í fjáraukalögum og vera ekki búin að samþykkja lögin um Seðlabankann til að taka á þessari breytingu, og hér erum við aftur að samþykkja tilteknar arðgreiðslur af hálfu Seðlabankans án þess að þetta mál sé fullfrágengið. Þetta eru ekki góð vinnubrögð og ekki agi í ríkisfjármálum.