144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:42]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að dást að fundarstjórn forseta sem hefur setið á forsetastóli stanslaust í rúmar sex klukkustundir og geri aðrir betur. Ég mun að sjálfsögðu næst þegar ég hitti hæstv. forsætisráðherra flytja honum saknaðarkveðjur stjórnarandstöðunnar, því verður komið á framfæri, ég mun gæta þess. En það er með hreinum ólíkindum að hv. þm. Róbert Marshall skuli líkja Ríkisútvarpinu, sem er með rúma 3,6 milljarða á fjárlögum, tæpa 3,7 svo að við höfum þetta nú nákvæmt, við einkafyrirtæki úti í bæ.