144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:38]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Stjórnarmeirihlutinn er að auka á greiðslubyrði sjúklinga. Það er verið að færa S-merktu lyfin sem ávísað er til notkunar utan sjúkrahúsa inn í greiðsluþátttökukerfið og við frumvarpsgerðina hefur ekki verið greint nákvæmlega hvernig þetta kemur út fyrir einstaka sjúklingahópa eða einstaklinga. Þar að auki hefur komið fram að sparnaðurinn sem áætlaður er við þessa breytingu sé mjög óviss. Svo hefur komið fram að nýtt lyfjaafgreiðslufyrirkomulag er í uppnámi að þessu leyti af því að apótekin vilja ekki taka það á sig að höndla með S-merktu lyfin sem eru dýr í rekstri og því er hætta á að hlutdeild sjúklinga verði enn meiri. Við segjum nei.