144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

framkvæmd þingsályktunar um tjáningar- og upplýsingafrelsi.

[10:58]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Þannig er við afgreiðslu fjárlaga að þar er tekin afstaða til ákveðinnar heildarmyndar, bæði til tekjuöflunarhlutans og síðan ráðstöfunar þeirra tekna. Því get ég ekki lofað hv. þingmanni því hvernig ég greiði atkvæði um þetta mál. Mitt atkvæði mun falla á forsendum þeim sem ég lýsti hér, þ.e. þeirri heildarmynd sem við blasir í ríkisfjármálum.