144. löggjafarþing — 49. fundur,  16. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[00:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Já, því miður er það mín tilfinning. Ég skrifaði um þetta nýverið og það voru ótrúlega margir sem tóku undir þennan ótta með mér. Það sem mig langar að segja í lokaorðum í þessari umræðu er að mér finnst nauðsynlegt að ríkisstjórnin hlusti og skilji að þessar aðgerðir vekja ugg í brjósti landsmanna. Á eftir uggnum kemur reiðin, og þegar óréttlætið er orðið svo mikið að fólk eygir enga von og hefur ekki neina löngun til að búa í svona samfélagi þá annaðhvort fer það eða það rís upp gegn óréttlætinu. Ég skynja það mjög sterkt að hér verður risið upp gegn miklu óréttlæti (Forseti hringir.) á komandi ári, því miður.