144. löggjafarþing — 63. fundur,  4. feb. 2015.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

416. mál
[18:28]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki beint að koma í andsvar heldur þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vil taka undir orð hennar og segja að það veitir manni mikla ánægju þegar maður sér einstaklinga sem hafa komist út á vinnumarkaðinn á ný, einstaklinga sem hafa t.d. verið lengi heima, hafa einangrast félagslega og liðið virkilega illa í þeirri stöðu. Það er gaman að heyra í þeim einstaklingum sem hafa nýtt sér virkniúrræði og lýsa ánægju yfir þeim stuðningi sem þeir hafa fengið varðandi að setja sér markmið og komast út á vinnumarkaðinn. Ég vona svo sannarlega að það frumvarp sem við ræðum hér verði þannig eftir þinglega meðferð að fleiri einstaklingar fái aðstoð, markvissa aðstoð, við að komast út á vinnumarkaðinn og verða virkir á ný og taka þátt í félagslegum aðstæðum.