144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[13:48]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan, virðulegur forseti, að málsmeðferðin þegar málið var tekið út var með þeim hætti sem ég lýsti. Eins og ég segi, það komu ekki fram athugasemdir sérstaklega við að málið væri tekið út. Það er alveg rétt að hv. þm. Björt Ólafsdóttir var fjarverandi og hún hafði látið okkur fá fréttir af því að hún væri veik og gæti ekki mætt þess vegna, og við náðum ekki saman í síma til þess að vita hvort hún vildi vera með okkur á símafundi, ég gerði tilraunir til þess. En þannig var háttað með hv. þm. Kristján Möller, sem var með okkur á símafundi og er á nefndarálitinu með okkur, með fyrirvara.

Það hefur aldrei staðið neitt annað til, hvorki af minni hálfu né annarra í hv. atvinnuveganefnd, en að þetta mál fái ítarlega umfjöllun og öll sjónarmið í því verði skoðuð. Þannig höfum við hagað vinnu okkar, sem endurspeglast í þeim langa tíma sem málið hefur verið til umfjöllunar (Forseti hringir.) á þeim mörgu fundum sem hafa verið haldnir. (Forseti hringir.) Við munum ekkert hætta því (Forseti hringir.) hér og nú, við munum halda því áfram í ljósi þeirra upplýsinga (Forseti hringir.) sem komið hafa fram.