144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

lengd þingfundar.

[16:01]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Nú fer fram atkvæðagreiðsla, eins og forseti hafði áður boðað, um lengd þingfundar. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kemur vill forseti vekja athygli á því í fyrsta lagi að í þinghúsi eru núna staddir 44 þingmenn af 63, en til þess að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf að vera viðstaddur meiri hluti alþingismanna, þ.e. 32.

Forseti vill enn fremur árétta að í 2. mgr. 78. gr. laga um þingsköp Alþingis stendur: „Skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.“

Forseti mun nú hefja atkvæðagreiðsluna.