144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:48]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, þetta voru áhugaverð sjónarmið. Kjarninn í svari hv. þm. Árna Páls Árnasonar um það sem spurt var sneri að því að hann teldi að ný ríkisstjórn, segjum árið 2017, eftir næstu kosningar, gæti endurvakið viðræðurnar með einföldu bréfi til Evrópusambandsins en að hann teldi að það væri pólitískt nauðsynlegt að slíkt ætti sér þá stoð, sækti umboð, ef svo má segja, til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er nokkuð góð yfirlýsing í því sambandi vegna þess að ég held að þarna séum við hugsanlega að nálgast það eina sem menn eru að verða sammála um í þeim efnum, hugsanlega það eina. Og það er það sem var (ÖS: Á hvað ertu að opna?) niðurstaða meðal annars landsfundar Sjálfstæðisflokksins, að ekki yrði haldið af stað að nýju nema fyrir því fengist samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það væri mjög (Gripið fram í.) æskilegt. (Gripið fram í.) Þið eruð sennilega að vitna í eitthvað sem stóð á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins (Forseti hringir.) en ekki í neinni kosningastefnu, því að það var landsfundarályktun (Forseti hringir.) sem kvað á með öðrum hætti. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÞorS): Forseti biður þingmenn að virða tíma þingmanna til ræðuhalda.)