144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[22:50]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er komin með nýja kenningu. Maður er orðinn svo þreyttur eftir þennan langa dag að maður er farinn að kannski bulla hér í ræðustól en það er rétt sem hv. þingmaður segir. Ríkisstjórnin er eiginlega ekki með nein mál. Við erum að bíða eftir stórum málum eins og húsnæðismálum, leigumálum og kvótamálum og ég veit ekki hvað og hvað, við bíðum eftir þeim. Kannski er þessu fleygt fram núna … (SII: Afnám verðtryggingar.) Afnám verðtryggingar og fleira. Kannski er þessu fleygt fram núna til þess að við höfum þó um eitthvað að ræða, við erum þá upptekin við það. Þetta er reyksprengja. Það var aldrei ætlunin að gera neitt með þetta en höldum þinginu uppteknu í eina viku eða tvær og þá tekur enginn eftir því að við erum ekki komin fram með málin okkar. Þetta er kenning. Svo er ég hætt.