144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

tillaga stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu.

[14:07]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Virðulegi forseti. Mig langar bara til að fara aðeins yfir dagskrá þingsins í dag. Við erum að tala um samkeppni á smásölumarkaði, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, alþjóðleg öryggismál, EES-samninginn, samning milli Íslands og Færeyja og samning milli Grænlands og Íslands. Mér finnst þetta absúrd, það er neyðarástand í þjóðfélaginu, samfélagið er klofið, kosningaloforð eru brotin. Ég skil ekki fyrir hvern hæstv. forseti vinnur því að auðvitað á þetta mál að fara á dagskrá.

Ég hvet samborgara mína til að mótmæla, ekkert annað virðist virka.