144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

657. mál
[19:46]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa ágætu umræðu. Hér verður um nokkra endurtekningu að ræða, það verður farið yfir þá þætti sem hér komu fram í fyrri ræðu minni við þessa endurskoðun.

Það er líka rétt sem hv. þingmaður gat um, sveitarfélög villast stundum í þessum frumskógi og það er mjög beðið um að hægt sé að einfalda alla löggjöf þannig að hún sé skýr fyrir þá sem þurfa að nýta sér hana.

Varðandi Árósasamninginn get ég ekki sagt annað en að það er bara sjálfsagt og það er hér undir. Við höfum fengið í okkar hendur þá beiðni að félagasamtök með fleiri félaga en 30 hafi þennan rétt og það verður skoðað.