144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[14:26]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég hef áður sagt í þessari pontu þá tel ég eftir á að hyggja að rétt hefði verið að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt var af stað í þetta ferli. Ég er ekkert feimin við að viðurkenna að maður getur lært ýmislegt af því að vera hér og taka þátt í stjórnmálum. Það er mín niðurstaða. Ég fagna hins vegar þeim stuðningi sem hv. þingmaður sýnir þessari tillögu í ræðu sinni af því að ég tel mjög mikilvægt að við höfum kjark til að spyrja þjóðina um leiðsögn í þessu máli.