144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

695. mál
[20:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að við getum verið sammála um að það sem kallar á þessi viðbrögð Norðurlandanna sé ekki æskileg staða, þetta er ekki óskastaða. Það hefur hins vegar verið sameiginlegt mat þessara ríkja að tilefni væri til aukins samstarfs vegna þess að í næsta nágrenni við okkur og þessi lönd öll, sum enn frekar en okkur, hefur verið ófriðsamlegra um að litast en verið hefur um langt skeið. Það sem hefur verið að gerast í þessu efni eru viðbrögð við aðstæðum sem við höfum vissulega ekki óskað eftir. Staðan er auðvitað sú að um langt skeið var mikil viðleitni til þess af hálfu NATO og vestrænna ríkja að efla samskipti við Rússland og Rússar höfðu stöðu samstarfsríkis (Forseti hringir.) á mörgum sviðum. En núna hafa aðstæður orðið til þess að veruleikinn er annar og þetta eru viðbrögð við því.