144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[16:49]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við sem sátum í umhverfis- og samgöngunefnd eða forvera hennar, samgöngunefnd, á síðasta kjörtímabili settum ný skipulagslög árið 2010. Hér er verið að gera breytingar á þeim lögum sem eru reyndar fyrirtakslög. Þess vegna eru mjög sterk efnisleg rök fyrir því að málið komi til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Ég hef ekki heyrt nein rök jafn sannfærandi fyrir því að þetta eigi að fara í allsherjar- og menntamálanefnd nema þá að hér er fjallað um menningarminjar, en það eru auðvitað stóru hagsmunirnir í þessu máli, sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga, sem eiga að ráða för. Það eru kannski stærstu álitamálin sem þar eru á ferðinni. Þess vegna á þetta mál klárlega heima í umhverfis- og samgöngunefnd.