144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

fjarskiptamál.

[11:31]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á að taka tölvuna mína með í stólinn. Það er kannski smástílbrot en iPad-inn minn varð batteríslaus þannig að ég verð bara að gera þetta svona. Pappírinn er einhvers staðar annars staðar.

Hv. þm. Haraldur Benediktsson fór af stað með mjög flott starf, ráðherra og þingmaðurinn. Þessi skýrsla liggur fyrir, vel og faglega unnin, frábært að sjá þessi háleitu markmið um að þetta aðgengi verði að veruleika varðandi þessa innviði, að það sé 100 megabæta lágmarksgrunnþjónusta um allt land, þ.e. að 99,9% landsmanna hafi aðgang að því 2020. Það verður orðinn eitthvað meiri hraði þá en samt sem áður eru 100 megabæt á sekúndu frekar gott. Jafnvel verður það alveg ágætt eftir fimm ár. Innviðirnir þýða náttúrlega að fólk hefur aðgang að þessu hraða neti en það sem hefur verið að gerast í Bandaríkjunum og Evrópu er mikill bardagi um lagalegu stöðuna, þ.e. að tryggja að fjarskiptafyrirtækin geti ekki mismunað fólki, stýrt því og skemmt samkeppnisstöðu, m.a. nýsköpunarfyrirtækja, með því að segja: Nei, þið verðið að borga ofboðslega mikið extra hérna. Ímyndum okkur að einhver væri að reka hótel og yrði að borga extra fyrir ákveðinn þrýsting á heita vatninu, annars væru gestirnir bara með óþægilega sturtu. Það er það sem við stöndum frammi fyrir. Þetta er það sem baráttan hefur verið um úti í heimi.

Evrópa er farin að taka vel á þessu og Obama fór núna af stað með „Net Neutrality“ sem það er „basically“ kallað, leiðinlegt orð en þýðir að fjarskiptafyrirtæki mega ekki fokka okkur. Það sem Obama fór af stað með var að tryggja að fjarskiptafyrirtækin gætu ekki gert það. Þetta er það sem er verið að gera um allan heim. Eitt er mikilvægt, (Forseti hringir.) það að tryggja að innviðirnir séu til staðar, þetta er frábært, gott innlegg og góður þrýstingur í þá áttina en það tryggir líka réttarstöðuna, að fjarskiptafyrirtækin geti ekki verið að mismuna fólki inni á þessum (Forseti hringir.) … Það er það sem þingsályktunartillagan býður upp á og bíður bara eftir að Höskuldur sem hefur málið í sinni hendi aðstoði við(Forseti hringir.) að koma þessu …