144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:32]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er með ólíkindum að hæstv. forsætisráðherra sýni þinginu, sjálfum sér og þjóðinni vanvirðingu með svona háttalagi, að sitja hér ekki undir þeirri fyrirspurn sem hv. þm. Katrín Jakobsdóttir bar fram og ljúki þeirri umræðu eins og venja er hér á þingi. Hæstv. forsætisráðherra liggur svo á að komast í kökur hér frammi að mér varð hugsað til þess að svona eru margir gírugir að ná stærstum hluta af þjóðarkökunni, af því að við vorum að ræða um kjaramálin hérna áðan, svo ég tengi aðeins inn í þá umræðu. En það er með ólíkindum að menn sitji hér ekki og ræði mál til enda og ljúki þeim heldur sé þeim svo mikið mál að ná sér í sneið af kökunni. Erum við á hv. Alþingi eða erum við stödd einhvers staðar allt annars staðar? Ég bara spyr.