144. löggjafarþing — 103. fundur,  11. maí 2015.

intersex.

731. mál
[16:09]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka málshefjanda fyrir að vekja máls á þessu hér og hæstv. ráðherra fyrir orð hans. Ég vil vekja athygli þingheims á því að öflug barátta Samtakanna '78 og hinsegin hreyfingarinnar á Íslandi hefur gert það að verkum að mörg okkar eru að vakna í þessari umræðu. Sú sem hér stendur hefur meðal annars hafið gerð frumvarps til laga um kynferðisjafnrétti sem byggir einmitt á þeirri löggjöf sem hér var nefnd og er sennilega sú sterkasta í heimi, sem er löggjöfin á Möltu. Þar er meðal annars tryggt að óheimilt sé að gera skurðaðgerð eða beita lyfjameðferð eða öðrum aðferðum þar til unnt er afla upplýsts samþykkis barnsins fyrir því, en nánar er farið út í það í viðeigandi greinum frumvarpsins. Ég mun óska eftir meðflutningi úr öllum flokkum með þessu máli og ég held að það væri okkur til mikils sóma. Við höfum verið í fararbroddi að því er varðar hinsegin löggjöf, oftar en ekki sem betur fer, og þarna eigum við að stíga mjög (Forseti hringir.) örugg og skýr skref fram á veginn.