144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:24]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Takk, virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa talað. Ég velti fyrir mér hvað standi nákvæmlega til. Það er eiginlega sama hvernig ég lít á þetta, út frá skoðun minni á rammaáætlun sem slíkri, þessum tilteknu virkjunarkostum eða sem taktísku útspili af hálfu hæstv. ríkisstjórnar, ég skil ég ekkert í þessari ákvörðun. Hún er fullkomlega röklaus.

Á sama tíma og við stöndum frammi fyrir verkföllum, sem eru hin mestu áratugum saman, ætlum við að setja þingið í þá stöðu að fara að ræða eitt umdeildasta málið í nútímastjórnmálasögu Íslands. Það er vitfirra, virðulegi forseti, það er fullkomin vitfirra. Og að hafa ekki skarpara nef en þetta, pólitískt eða hreinlega taktískt séð, hvernig sem menn líta á það, er hreint með ólíkindum, jafnvel fyrir þessa hæstv. ríkisstjórn.