144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

dagskrá þingsins.

[15:10]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Það hversu oft er talað undir þessum lið er auðvitað ákveðinn mælikvarði á það hvernig ástandið er í þinginu. Það eru margir þingmenn sem nota þennan lið til að koma mótmælum á framfæri. Það þarf greinilega að gera það þannig að eftir því verði tekið. Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meiri hluta atvinnuveganefndar lögleysu. Við viljum ekki og ætlum ekki að láta það gerast að svona verði farið í virkjunarframkvæmdir á Íslandi og að rammaáætlun og lög um hana verði eyðilögð. Þannig að við munum örugglega, já, mótmæla þessu, mótmæla úrskurði hæstv. forseta undir liðnum um fundarstjórn forseta mjög mikið. Ég ætla að gera það. Ég hef lesið núna aftur úrskurð hæstv. forseta (Forseti hringir.) og mér finnst þessi úrskurður hlægilegur í því lögfræðilega spíkati sem þar er farið í. (Forseti hringir.) Það liggja fyrir aðrir dómar um þessa breytingartillögu, t.d. frá umhverfisráðuneytinu. (Forseti hringir.) Auðvitað á að draga hana til baka, það mundi greiða fyrir þingstörfum.