144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[11:04]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Það var mjög upplýsandi sem kom fram áðan í máli hv. þm. Páls Jóhanns Pálssonar um að við værum í rauninni bara að ræða um Hagavatnsvirkjun og að það væri einhvern veginn það sem eftir sæti. Hér er auðvitað mjög augljóst hvað verið er að gera. Það er verið að draga línuna, það er verið að draga hana eitthvert lengst frá svo sé hægt að mætast á einhverjum öðrum punkti en tillaga hæstv. ráðherra gerir ráð fyrir. Þetta gengur auðvitað ekki. Hvorki ég, Jón Gunnarsson, Haraldur Benediktsson, Ásmundur Friðriksson, Páll Jóhann Pálsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þórunn Egilsdóttir né aðrir hv. þingmenn í atvinnuveganefnd, sitjum í verkefnisstjórn um rammaáætlun. Við getum ekki og eigum ekki lögum samkvæmt að ákveða um vernd eða virkjun kosta í rammaáætlun, það er bara svoleiðis.