144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:49]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki alveg á því hvað hv. þingmaður er að spyrja um. Ef hún er að spyrja hvort við höfum rétt á að bera fram tillögur þrátt fyrir að ríkisstjórnin ákveði eitthvað annað (Gripið fram í.)þá veit ég ekki betur en að við eigum að fara eftir okkar eigin samvisku og að meðan mál eru í þinginu sé það þingið sem ræður því en ekki ríkisstjórnin. Að mínu viti erum við að fara eftir eigin samvisku og við trúum á þessa tillögu. Við trúum að hún standist þingsköp, eins og forseti hefur úrskurðað um. Ég bíð spenntur eftir að hv. þingmenn fái að greiða (Forseti hringir.) atkvæði um tillöguna.