144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:31]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég endurtek það að ég óska eftir því að þetta mál verði tekið af dagskrá. Ég hef komið inn á þetta síðustu daga og mun halda því áfram þar til það verður tekið af dagskrá. En þetta er kannski, eins og sumir hv. þingmenn hafa bent á, leikrit sem er í gangi til að hylma yfir eða gera það ekki jafnopinbert hversu verklaus ríkisstjórnin er.

Hér bíða 2. umr. 23 mál og þau flest harla lítilvæg. Öll eiga þau rétt á sér en ekkert af þeim skiptir sköpum fyrir hag landsmanna. Og það bíða fimm mál 3. umr. Svo talar hæstv. forsætisráðherra eins og það sé ósköp eðlilegt að hér fari að koma inn mál fyrir þingið þegar frestur til að leggja fram þingmál er löngu út runninn.

Frú forseti. Það er ekki hægt að bjóða upp á svona vitleysu.