144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:24]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég get tekið undir hvert einasta orð sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði hér rétt áðan. Það hefur, held ég, litla þýðingu að hæstv. forsætisráðherra sitji hér, mér hafa sýnst svör hans vera með þeim hætti að það beri lítinn árangur að spyrja hann um nokkurn skapaðan hlut. Hins vegar væri æskilegt að það kæmi skriflega fram það sem hæstv. forsætisráðherra heldur fram varðandi afgreiðslu þess máls sem hér liggur fyrir, þ.e. hvaða innlegg þetta á að vera í kjaraviðræður.

Það þarf að vera hér á blaði um hvað málið snýst. Það þýðir ekki að skila þessu svona inn í þingsalinn og halda að við getum með einhverjum hætti túlkað hugsanir hæstv. ráðherra. Við vildum örugglega stundum geta komist inn í hans hugarheim, en ég held að við höfum fæst þær gáfur til að bera að geta það. Þess vegna væri mjög æskilegt að fá það skriflegt hvernig þessi rökstuðningur fer saman, þ.e. að Alþingi afgreiði rammaáætlun í tengslum við kjarasamninga.