144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:45]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti getur að sjálfsögðu hnikað til röð ræðumanna ef til þess standa rök, svo sem eins og að stuðla að því að á skiptist gagnstæð sjónarmið í umræðum um mál, og ef það er í góðu samkomulagi viðkomandi þingmanna er auðvelt að verða við slíkum óskum. Það lítur út fyrir að fundarstjórn forseta sé fullrædd að sinni.