144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:10]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn tillögu um að halda hér kvöldfund. Ég sé ekki tilganginn í því miðað við þær aðstæður sem eru hérna uppi. Það er orðið ljóst að meiri hluti atvinnuveganefndar, eða stál- og kolabandalagið sem ég ætla að leyfa mér að kalla þessa gamaldags stóriðjusinna sem eru í atvinnuveganefnd, heldur okkur í gíslingu. Það er bara þannig. Ef þetta fer ekkert að breytast verðum við á þingi í sumar og engin þörf fyrir að halda neinn kvöldfund. Við getum bara eytt sumrinu hérna saman, þingheimur, í boði þessa stál- og kolabandalags.