144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:45]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef ákveðnar spurningar til hæstv. forseta um það hversu lengi ætlunin sé að halda hér áfram fundi. Ég veitti því eftirtekt að 32 hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans samþykktu í morgun að halda kvöldfund en samkvæmt stimpilklukku eru átta þessara hv. þingmanna í húsi þannig að þeir hafa greinilega ekki hugsað sér að vera við umræðuna í kvöld. Það vekur mér auðvitað mikla furðu í ljósi þess að þeir samþykktu að halda kvöldfund þannig að mig langar að spyrja hæstv. forseta hversu lengi fram eftir kvöldi hann áætlar að þessi fundur muni standa. Það er mikilvægt fyrir okkur þingmenn að fá um það skýr svör frá virðulegum forseta.