144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:47]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að við leggjum svo mikið á okkur hér í minni hlutanum til að koma þessu máli af dagskrá er sú að ef það er í lagi að taka ákvarðanir um þá virkjunarkosti sem ekki hefur verið lagt til að verði fluttir á milli flokka af verkefnisstjórn með þessum hætti þá snýst þetta ekki bara um þessa þrjá virkjunarkosti sem hér um ræðir heldur um ákvarðanatökuna um virkjunarkosti um ókomna tíð. Þetta mál snýst þá um alla fossa landsins og allar mögulegar virkjunarhugmyndir sem uppi eru. Ef það er í lagi að setja þessa þrjá kosti, sem eru til viðbótar í breytingartillögu meiri hluta atvinnuveganefndar, með þessum hætti í nýtingarflokk þá er í lagi að setja allar hugmyndir, (Gripið fram í.) alla fossa landsins í nýtingarflokk. (JónG: … lesa …) Þetta (Forseti hringir.) mál, virðulegur forseti, snýst um alla fossa (Forseti hringir.) landsins.