144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:40]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þeir sem eru gagnrýnir á rammaáætlun finnst of langt gengið og að endalaust sé verið að kalla eftir meiri rannsóknum. Rökin á móti eru að við viljum stíga varlega til jarðar og að kannski sé betra að fara offari í rannsóknum en hitt. Þá veltir maður fyrir sér: Ef menn eru ósáttir við það, ætti þá ekki frekar að breyta lögunum? Það færi þá sína hefðbundnu leið í gegnum þingið, umsagnarferli og þrjár umræður og allt það, í staðinn fyrir að menn séu ósáttir við ferlið og skemmi það þá bara. Nú erum við í rauninni að segja að við getum á hvaða tímapunkti sem er tekið einhverja virkjunarkosti sem eru einhvers staðar í ferlinu og gert eitthvað við þá, ef þetta nær fram að ganga. Tekur hv. þingmaður undir að ferlið sé þunglamalegt og kannski of flókið?