144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:48]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég hef nokkrum sinnum beðið forseta um að boða þingflokksformenn á fund til að meta stöðu málsins. Ég velti fyrir mér hvort það sé einhvers staðar ekki of langt undan að virðulegi forseti ætli að svara þeirri ósk. Það er nú óvenjulegt sannast sagna að það gerist að þingflokksformaður óski eftir því ítrekað í mjög langan tíma án þess að þingflokksformaður sé að minnsta kosti virtur svars. Ég vil því spyrja virðulegan forseta hvað stendur til í þeim efnum?

Svo vil ég líka spyrja forseta í ljósi þess að umhverfisráðherra er fjarri, hver er viðmælandi stjórnarmeirihlutans að því er varðar afdrif þessarar tillögu? Er það hv. þm. Jón Gunnarsson sem er sá aðili, úr því að það er ekki ráðherra málaflokksins eða það virðist ekki vera, (Forseti hringir.) hver fer með mál rammaáætlunar í huga meiri hluta þingsins?