144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[15:10]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það virðist vera að koma í ljós eftir samskiptaleysi helgarinnar og það sem maður fregnar að hafi gerst í hv. atvinnuveganefnd í morgun að tilgangurinn með tillögunni sem er á dagskrá sé hreinlega að eyðileggja rammaáætlun. Það er ekki hægt að lesa neitt annað út úr því sem er að gerast og því hljótum við náttúrlega að mótmæla í minni hlutanum. Mér er alla vega ekki annað fært en að biðla til hæstv. forseta að fundinum nú verði frestað, í það minnsta þar til komið er eitthvað af þingmönnum stjórnarmeirihlutans hingað í þingsalinn, þannig að hægt sé að ræða málin á alla vega einhverjum nótum.