144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:04]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Páli Val Björnssyni fyrir álit hans hér í seinna andsvari fremur en spurningu, við erum enn að ræða vald og ábyrgð ráðherra. Ég vil ítreka að mikilvægt er — af því að hv. þingmaður nefnir Fiskistofu og ég fór yfir það í ræðu minni og hef ég sagt það og stend við það að vald og ábyrgð á að fara saman, þetta er stjórnarathöfn framkvæmdarvalds — að ráðherra viðhafi öll sjónarmið og vandi sig í allri stjórnsýslu, gæti meðalhófs og beiti málefnalegum rökum og ástæðum og rannsaki vel og ígrundi af hverju verið er að taka þessa ákvörðunina eða ekki.